Mannréttindi · Staðalímyndir

EF ÉG VÆRI MEÐ ÞROSKAHÖMLUN…

… þætti mörgum eðlilegt að ég hefði alist upp meira og minna á skammtímadvöl fyrir fötluð börn, fjarri mömmu, pabba og systkinum.

… þætti mörgum eðlilegt að ég hefði verið lokuð inn í herbergi á leikskólanum í stífri þjálfun í stað þess að vera að leika við börnin og borða sand.

… þætti mörgum eðlilegt að ég hefði farið í sérskóla með ,,mínum líkum” í stað þess að ganga í skóla með krökkunum í hverfinu.

… þætti mörgum eðlilegt að ég fengi enga kynfræðslu í skóla því ég væri hvort sem er kynlaus.

… þætti mörgum eðlilegt að ég lærði ekki ensku í skóla því ég myndi hvort sem er aldrei þurfa að nota hana.

… þætti mörgum eðlilegt að ég fengi enga eineltisfræðslu í skólanum því börn með þroskahömlun leggi ekki í eða verði fyrir einelti.

… þætti mörgum eðlilegt að ég færi í sérstakt frístundaúrræði eftir skóla þó ég væri í 10. bekk  og flestir jafnaldrar mínir færu bara heim í tölvuna.

… þætti mörgum eðlilegt að ég myndi útskrifast með rauða húfu en ekki hvíta úr framhaldsskóla því það gæti ekki verið að ég hefði lagt jafn mikið á mig í náminu eins og hreyfihamlaða stelpan á félagsfræðibraut.

… þætti mörgum eðlilegt að ég hefði ekki aðgang að framhaldsnámi til raunverulegra eininga eða stöðu- og launahækkunar í starfi því ,,svona fólk” getur ekki lært eða borið ábyrgð.

… þætti mörgum eðlilegt að ég byggi á sambýli þar sem ég deildi aðstoð með mörgum öðrum, veldi hvað væri í matinn einu sinni í viku, réði því ekki hvenær ég færi að sofa eða í sturtu eða þyrfti að sleppa því að fara í afmæli af því að einhver annar á sambýlinu væri að fara í leikhús og þyrfti aðstoð og það væri enginn annar starfsmaður sem gæti farið með mér.

… þætti mörgum eðlilegt að skammta mér mína eigin peninga því augljóslega vissi ég ekki hvað ég ætti að gera við þá.

… þætti mörgum eðlilegt að senda mig í sumarbúðir þó ég væri orðin fullorðin.

… þætti mörgum eðlilegt að borga mér léleg eða engin laun fyrir mikilvæg störf þó svo að fólk sem ekki er með þroskahömlun fengju laun fyrir þau.

… þætti mörgum eðlilegt að tilkynna mig til barnaverndar áður en ég fæddi barnið mitt því ég myndi án efa bregðast því.

… þætti mörgum eðlilegt að ég hefði ekki áhuga á pólitík því ég hefði hvort sem er enga skoðun.

… þætti mörgum eðlilegt að ég læsi ekki blöðin og horfði ekki á fréttirnar því það að búa í upplýstu samfélagi væri ekkert mikilvægt fyrir mig.

… þætti mörgum eðlilegt að afskrifa það á einni svipan að ég gæti stjórnað mínu lífi.

En fæstum finnst það eðlilegt. Af því ég er bara með hreyfihömlun.

Hvað er það?

Advertisements

3 thoughts on “EF ÉG VÆRI MEÐ ÞROSKAHÖMLUN…

  1. M.a. ástæðan fyrir því að við sem tilheyrum einhverfurófi og erum ekki með “sjáanlega fötlun” öfundum ykkur sem eruð líkamlega fötluð “einungis” með hreyfimömlun.

  2. Flott hjá þér Freyja, haltu áfram að hrista upp í viðhorfum fólks, það er einmitt það sem þarf. Þú vinnur frábært starf 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s