Meiri fjölbreytni · Menntun · Uncategorized

Að stytta nám leikskólakennara: er það eina lausnin?

Mér finnst mjög skrítið að stytta eingöngu nám leikskólakennara ef ekki á að stytta nám grunnskólakennara en menntamálaráðherra fjallar um það hér. Ég hef áhyggjur af því að það gildisfelli störf leikskólakennara en frekar í samanburði við grunnskólakennara en það er í mínum huga grundvallaratriði að ekki haldi áfram að mynda virðingarstigsmunur þar á milli því um verulega mikilvægt, krefjandi og ábyrgðamikið starf er að ræða – líkt og í grunnskólanum. Því það að gildisfella störf kennara er um leið gildisfelling á námi og líðan nemenda, á hvaða skólastigi sem er.

Ég er heldur ekki viss um að það að stytta námið eitt og sér sé að fara að leysa vandan heldur liggi hann ekki síður í lélegum launum og að mörgu leiti starfsskilyrðum, t.d. skort á tíma til undirbúnings faglegs starfs á leikskólum, að tryggja að öll börn geti hindranalaust tekið þátt í skólastarfinu, til að halda góðu samstarfi við foreldra og aðra aðstandendur barnanna og geta að heilum hug sinnt stjórnunarhlutverkinu sem leikskólakennarar eru mjög oft í, t.d. sem deildarstjórar. Þó ég hafi aldrei unnið á leikskóla sem leikskólakennari hef ég unnið 9 sumur og með skóla sem leiðbeinandi og í sérkennslu á leikskólum og það sem var flóknast var ekki bara launaseðillinn heldur að ná utan um starfið þannig að maður gengi út sáttur eftir daginn. Stundum var það mjög flókið því það vantaði starfsfólk og tíma til undirbúnings (oft unnin heima launalaust á kvöldin) sem gerði það að verkum að annars mjög svo ánægjulegt starf með skemmtilegum börnum gat orðið frústrerandi vegna þessara aðstæðna (aldrei vegna barnanna – aldrei!). Um allt þetta þarf að hugsa í samhengi.

Ég hef hins vegar verið mjög hugsi yfir lengingu kennaranámsins (líka leikskóla). Ekki bara vegna launamála (sem eru í engu samræmi við menntunina, hvort sem hún er þrjú eða fimm ár) heldur vegna þess að mér persónulega finnst það á ákveðin hátt draga úr fjölbreyttni í menntun kennara. Það er væri svo mikil snilld ef kennarar fengju starfsréttindi e. þrjú ár en hefðu þá tækifæri (og það væri hvatt til þess markvisst) til þess að fara í framhaldsnám á alls konar sviðum; sérkennslufræði, þroskaþjálfafræði, uppeldis- og menntunarfræði, lýðheilsufræði, íþróttafræði, kynjafræði, mannfræði, fötlunarfræði, listfræði eða hvað sem er til þess að víkka þekkingarsvið þessa faghóps því á því vil ég meina að börnin græði, skólastofnanir, starfsfólk og samfélagið.

Svo pælingin er; stytta nám til starfsréttinda kennara en hvetja með markvissum aðgerðum til framhaldsnáms á ólíkum sviðum, hækka laun og bæta starfsaðstæður.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s