„Mér er sagt að ég eigi að aðlagast íslensku samfélagi og það vil ég gjarnan.”: Staða flóttamanna og meðferð þeirra

Í dag óskuðu Píratar eftir sérstakri umræðu um stöðu flóttamanna og hælisleitenda. Ég, ásamt Páli Val Björnssyni, tók þátt í umræðunni fyrir Bjarta framtíð. Ég sagði m.a.:

Mér finnst felast mikil ábyrgð í því að tala um hóp án hans eins og við neyðumst til þess að gera í dag. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég leggja til, með fullri virðingu fyrir okkur hér inni, að við færum öll upp á þingpalla og í okkar stað settust í þingsalinn hælisleitendur og flóttamenn og leiðbeindu okkur um það hvernig best væri að bjóða þá velkomna og skapa þeim aðstæður til þess að taka þátt í samfélaginu. Ég ræð hins vegar ekki öllu, líklega blessunarlega, en vil þó gera mitt besta til þess að þeirra rödd heyrist hér í dag.

Screen Shot 2013-11-12 at 7.33.00 PMÉg benti á að rauði þráðurinn í málflutningi hælisleitenda er að biðin eftir úrlausn mála þeirra sé erfið og löng, aðstaðan sé óviðunnandi þegar um svo langan tíma er að ræða, lítið sé við að vera, aðgreining sé umtalsverð og því upplifi þeir oft fordóma sem ýti undir ótta og flókið sé að verða félagslega virkur vegna hindrana í umhverinu. Það kemur jafnframt skýrt fram í máli þeirra viljinn til þess að aðlagast íslensku samfélagi. Það sé hins vegar flókið þar sem samfélagið sé ekki alltaf tilbúið. Í viðtali við hælisleitandan Osahon Okoro 21. maí 2013 segir; „Mér er sagt að ég eigi að aðlagast íslensku samfélagi og það vil ég gjarnan. En kerfið virðist mótfallið því. Ekki misskilja mig, Ísland er að mörgu leyti gott, en þegar kemur að því að rétta aðkomufólki hjálparhönd þá mættuð þið gera svo miklu miklu betur.“Þessi orð gefa til kynna mikinn vilja þessa hóps til þess að aðlagast samfélaginu, uppfylla skyldur sínar og taka ábyrgð.

Screen Shot 2013-11-12 at 7.34.55 PMPáll Valur benti jafnframt á að upplifun flóttamanna og hælisleitenda væru áminning til okkar um að taka ábyrgð á þessu tiltekna samfélagi og líta á þá ábyrgð sem tækifæri fyrir hælisleitendur, flóttamenn og okkur öll til þess að auðga landið og gera það betra. Þannig hafi þjóðir eins og Kanada litið á málin. Hann minnti á að Ísland hefur í áratugi verið aðili að Samningi SÞ um réttarstöðu flóttamanna en þar kemur fram að mikilvægt sé að viðurkenna að til þess að hægt sé að veita hælisleitendum og flóttafólki griðarstað og viðunnandi lífskjör þurfi aðildarríkin að vinna saman og dreyfa ábyrgð.

Viðbrögð innanríkisráðherra má sjá hér og hér.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s