Fordómar · Mannréttindi · Meiri fjölbreytni · Staðalímyndir

Af píkum, brjóstum, spöngum og öðrum krankleika í pólitík

ImageNú er ég öll fyrir alls konar. Ef ég mætti ráða myndi ég vilja hafa kynjakvóta, hinseginkvóta, fötlunarkvóta, upprunakvóta og aldurskvóta. Ekki af því að mér finnast kvótar æðislegir, heldur vegna þess að ég trúi því einfaldlega (og hef lesið rannsóknir þess efnis) að fjölbreytileikinn sé ekki bara mikilvægur heldur nauðsynlegur alls staðar – sérstaklega þar sem mikil eru völdin. Það væri frábært ef enga kvóta þyrfti en við virðumst bara ennþá hafa svo óbilandi og skuldlausa trú á miðaldra, hvítum, gagnkynhneigðum, ófötluðum, íslenskum karlmönnum að við ráðum ekki við okkur. Við virðumst hreinlega vera alveg blinduð af stjörnum í augunum yfir þessum þjóðfélagshópi að við bara sjáum ekki neitt annað og verðum þess vegna að fá stýringu og aðstoð til þess að hjálpa okkur að sjá að nítján ára, svört, tvíkynhneigð, fötluð kona af erlendum uppruna gæti bara verið besti ráðherra eða borgarstjóri sem við gætum hugsað okkur. Nú eða bara fertuga, hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða íslenska konan því hún virðist svo brjálæðislega framandi að við sjáum bara rautt. Við virðumst eiga rosalega erfitt með að búa til pláss fyrir alls konar fólk svo það geti skapað samfélag sem býr til pláss fyrir alls konar borgara. Það er nefnilega þannig að þeir sem eru minna alls konar eiga rosalega erfitt með að skilja alls konar. Því þeir hafa ekki upplifað alls konar. En það vilja fæstir viðurkenna.

Allavega. Eftir atburði síðustu daga er ég farin að hafa áhyggjur af því að tilvist mín komi öllu alltaf í uppnám þó ég taki ekki alltaf eftir því. Ekki nóg með að ég er með píku og brjóst (bara það gerir það ótrúlegt að mér hafi verið treyst til þess að vera í öðru sæti á framboðslista til Alþingis) og hef ekki náð þrítugu, heldur er ég líka fáránlega lágvaxin, með beyglaðar hendur og fætur eftir beinbrot á færibandi og get ekki (nú kemur það allra versta) setið og staðið upprétt né snúið höfðinu til hægri. Þetta er ekki búið, því ofan á allan þennan skandal, nota ég linsur því ég sé eiginlega ekki neitt og ég er örvhent (merkilegt að ég skyldi hafa getað undirritað drengskaparheitið án þess að nota hægri eða þurfa aðstoð frá rétthendum karlmanni með fullkomna sjón). Annað, ég ætti í raun að vera með spangir, tennurnar í mér eru bara of brothættar til þess.

Í ljósi þess hve erfitt það er að skapa pláss fyrir fertugu, hvítu, ófötluðu íslensku konuna ætti ég kannski bara að halda mig heima og vera ekki að taka pláss enda líklega á skjön við vilja kjósenda og því ólýðræðislegt af mér að vera að trana mér fram í hinu pólitíska og opinbera plássi.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s