Fordómar · Mannréttindi · Staðalímyndir

Hvað ef árásarmaðurinn væri ég?

Ég er mjög hugsandi yfir þeim viðhorfum sem eru að birtast um geðfatlað fólk í tengslum við árásarmanninn sem lést í átökum við lögreglu. Komið hefur fram að hann hafi verið geðfatlaður og líka í neyslu. Margir furða sig á hvað ,,svona maður” skuli vera að gera ,,meðal fólks” og hvers vegna hann hafi ekki verið ,,vistaður” inn á stofnun. Það má vissulega velta fyrir sér hvers vegna geðheilbrigðiskerfið og önnur heilbrigðis- og félagsþjónusta hefur ekki brugðist við vanda mannsins með árangursríkari hætti frá upphafi. Það má hins vegar líka velta fyrir sér hvers vegna við sem samfélag höfum tilhneigingu til þess að vilja leysa vandan með því að valdsvipta fólk og loka það inn á stofnun. Bara af því að það er þægilegra fyrir okkur hin. Auðvitað þurfum við flest einhverntíman á lífsleiðinni að leggjast inn á stofnun vegna einhverja veikinda, hvort sem það er í tvo daga, eða þrjá mánuði. En það er ekki endanleg lausn. Aldrei.

Við gætum öll verið þessi maður. Af því að við getum öll fengið geðröskun og/eða endað í neyslu. Okkur hlýtur því að vera mest annt um það að byggja hér upp samfélag sem er öflugt í forvörnum, t.d. bara með því að skapar öllu fólki góð lífsskilyrði, öryggi, réttarvernd og aðgang að þeim stuðningi sem það kann að þurfa að nota, hvort sem það er innan félagsþjónustunnar, heilbrigðisþjónustunnar eða sérstakra ,,úrræða” sem eru skilgreind og hafa markmið sem byggja á mannréttindum. Og þá meina ég stuðningi sem er valdeflandi, dregur úr aðgreiningu og stuðlar að samfélagsvirkni og þátttöku. Það felst mikil fyrirlitning í því að vilja ýta öllum út fyrir mainstreamið sem fylgja ekki öllum þeim óskráðu reglum sem við fylgjum án þess að vita hver bjó þær til.

Það er líka mjög hættulegt að dæma heilan hóp af fólki, t.d. geðfötluðu fólki (hvort sem það er í neyslu eða ekki), út frá einni manneskju sem missti stjórn á aðstæðum sínum með hörmulegum afleiðingum. Geðfatlað fólk, hvort sem það er í neyslu eða ekki, er alls konar. Og það er líka manneskjur, ekki dýr.

Tölum varlega og hugsum.

Advertisements

2 thoughts on “Hvað ef árásarmaðurinn væri ég?

  1. En er ekki málið að þessi tiltekni “svona maður” hefði átt að vera inni á stofnun? Nú hefur maður bara upplýsingar úr fjölmiðlum en þar hefur komið fram að hann hafi verið í mjög slæmu andlegu ástandi og hafi valdið fólkinu sem bjó með honum í húsi vandræðum og jafnvel að það hafi óttast hann. Systkini hans hafa t.d. talað um það. Ég hef líka lesið einhvers staðar að honum hafi verið vísað af sambýli fyrir fólk með geðraskanir og þá væntanlega enn síður átt heima í húsi “meðal fólks”. Ég tel ekki að þó svo að einn tiltekinn maður með geðröskun hafi ekki heilsu til að búa “meðal fólks” á einhverju tímabili í sínu lífi að það eigi við um alla hina, eða ef einn maður með geðröskun reynist hættulegur öðru fólki að allir hinir hljóti að vera hættulegir líka. Vistun á stofnun snýst ekki um hvað er þægilegt fyrir okkur hin heldur að manneskja sem er veik þurfi aðstoð og meiri inngrip en hún er kannski sátt við. Þú segir réttilega að við þurfum öll einhvern tíma að leggjast inn á stofnun en í flestum tilvikum sjáum við að það er nauðsynlegt fyrir okkur til að ná betri heilsu, það er því miður ekki alltaf raunin þegar um geðraskanir er að ræða, sjúkdómurinn veldur því þá að viðkomandi horfist ekki í augu við að hann er veikur og neitar aðstoð. Og rétt eins og að sjúkdómar eins og Alzheimer og Parkinson geta leitt til þess að viðkomandi þurfi að vistast á hjúkrunarheimili til frambúðar þá getur það verið raunin ef fólk er haldið alvarlegum geðsjúkdóm. Það er hins vegar ekki góð lausn ef grípa þarf til hennar. Ég er hins vegar alveg sammála þér um að samfélagið þarf að byggja upp forvarnir og kerfi þar sem hægt er að grípa snemma inn í og hafa einhver úrræði sem henta viðkomandi einstakling, Því það er auðvitað allra best að geta tekið þátt í samfélaginu. Ég er líka algjörlega sammála þér um að það á ekki að dæma heilan hóp vegna eins einstaklings. Tek undir “tölum varlega og hugsum.”

  2. Góður punktur. Þegar mér var sagt að einhver sagði að samfélagið hefði brugðist honum þá sagði ég: ,,Já, það er kannski rétt, afhverju var hann t.d. ekki settur inná Klepp?” En ástæðan er sú að aðeins mjög veikt fólk er sett inná Klepp og sem hljómaði eins og staðan var þarna, að hann hafi verið virkilega veikur og þurft stanslaust eftirlit. Svo fólk hugsar það líklegast meira út frá því, eins og þú segir, öll þurfum við á einhverjum tímapunkti að fara á stofnun, álit sumra er líklegast að þarna var tímapunkturinn hans. Það er ekki þar með sagt að A. okkur finnst að allir geðsjúkir einstaklingar eigi að vera á stofnun og B. að hann eigi aldrei að fá að taka þá í eðlilegu samfélagslegu umhverfi. Ég hugsa að fólk (eða allavega ég) er að taka mið að stöðu þessa manns eins og hún var akkúrat þarna en ekki að segja eitthvað útí bláinn sem einhverja lausn eins og það sé alltaf lausn. Þar sem lögreglan var búin að hafa nokkur afskipti af honum að þá klingir það viðvörunarbjöllum sem að manni fannst ekki hafa verið brugðist við.
    En þegar þú talar um að valdskipta fólk og loka það inná stofnun eins og það sé ekki lausn, ég meina við valdskiptum yfirleitt fólk sem brýtur lög með því að setja það í fangelsi og eins og í þessu tilfelli ef þessi maður hefði lifað af árásina þá hefði hann verið settur í fangelsi eða sem væri betra, inná Klepp. Þannig er staðan, hann hefði verið settur inn á stofnun, sem segir okkur að kannski brugðumst við honum sem samfélag. Hans tímapunktur var þarna. Það er ekki þar með sagt að álit Íslendinga á geðsjúkum sé slæm og að við viljum bara valdskipta fólk sem flokkast ekki undir einhverja staðla um “eðlilegt fólk”. Við erum að tala um eitt ákveðið mál, ekki geðsjúka yfir höfuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s