Uncategorized

Bréf til fjölmiðla

Ritað 27. febrúar 2014 til Akureyri vikublað, Fréttablaðsins og Dagblaðsins
 
Kæra fjölmiðlafólk

Fyrir nokkrum vikum var ég beðin um að skrifa grein fyrir samtökin Zonta sem berjast fyrir bættri stöðu kvenna og eru nú með pistlaröð í gangi varðandi ofbeldi gegn konum. Ég var beðin að skrifa um ofbeldi gegn fötluðum konum sem ég samþykkti að sjálfsögðu enda hef ég bæði mikla reynslu af því að starfa með þolendum, hef unnið í rannsóknum og hef persónulega reynslu af því að vera undirskipuð fötluð kona sem verð oft fyrir áreiti út á götu, andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Ofbeldi gagnvart fötluðu fólki er mjög algengt og hefur margar birtingarmyndir og orsakast ekki síst í bágra valdastöðu fatlaðs fólks innan stofnanna, í samskiptum við kerfið og vegna ofríkis ófatlaðs fólks. Þetta sýna íslenskar og erlendar rannsóknir. 

Ég ákvað að fjalla um þetta með víðtækum hætti í grein minni og fókusera á mikilvægi þess að fatlaðar konur hefðu vald yfir líkama sínum og lífi og frelsi frá ofbeldi og til þess að geta tekið þátt í samfélaginu. Það var stór ákvörðun að nota persónulega reynslu sem dæmi um það sem ég svo fjalla um fræðilega en ég taldi það mikilvægt til þess að samfélagið áttaði sig betur á hvernig ofbeldið birtist og hve mikilvægt það hefur verið fyrir mig að hafa aðstoð til þess að lágmarka þessi atvik og eflast til þess að setja mörk sjálf. Ég ákvað líka að gera það þarna því ég taldi mig hafa fullt vald hverju einasta orði sem kæmi þarna fram. Greinin á að birtast á morgun. 

Í kvöld birti Akureyri vikublað þó frétt um að von væri á þessari grein og í kjölfarið Vísir og DV. Þó ég fagni umræðu um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki á Íslandi sem er alvarlegt samfélagsmein þá er ég virkilega ósátt við það hvernig að þessu hefur verið staðið. Með því að birta um þetta frétt áður en greinin í heild sinni hefur birst með dramatískum fyrirsögnum um mig sem fórnarlamb misnotkunar og ofbeldis er tilgangur greinarinnar tekin úr samhengi. Aðalatriði hennar, sem snýst um tíðni ofbeldis gagnvart fötluðum konum og mikilvægi þess að hafa aðstoð, frelsi og vald, verður að aukaatriði. Þar að auki getur fólk ekki fyrr en á morgun lesið alla greinina. Ofan á það er opið fyrir athugasemdakerfi (nema á vísir, takk fyrir að loka því) svo fólk getur þar látið ýmislegt meiðandi út úr sér á grunni samhengislausra upplýsinga. 

Það hlýtur að vera vilji okkar allra að þolendur hvers kyns ofbeldis deili reynslu sinni. Það þýðir að fjölmiðlar hljóti að vilja skapa vettvang þar sem fólk sem vill deila reynslu sinni getur treyst því að farið sé vel með orð þeirra og frásagnir. Þannig hlýtur að skapast traust sem stuðlar að aukinni öruggri umræðu. Það sem farið hefur fram í kvöld er hins vegar til þess fallið að draga úr okkur sem kjósum að segja frá. Það stuðlar að því að maður missir traust til fjölmiðla og hefur ekki nokkra löngun til þess að upplýsa samfélagið um viðkvæm mál eins og þessi og geta verið viss um að það komist heilt og í samhengi til skila. Skilaboðin til mín eftir þessa reynslu eru einföld: ekki fjalla um of viðkvæm mál. 

Ég treysti því að þið biðjist afsökunar á framferði ykkar fjölmiðla í þessu máli og sýnið mér og öðrum fötluðum konum þá virðingu að fjalla um mál okkar með vönduðum hætti og á þá leið og samfélagið upplýsist og að fleira fatlað fólk treysti sér til þess að deila reynslu sinni í ykkar fjölmiðlum.

Virðingarfyllst,
Freyja Haraldsdóttir

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s