Uncategorized

Takk Malala

Malala á daginn í dag. Hún segist vera sterkari en óttinn í hastag herferð sinni – sem er rétt. Óttinn er held ég sterkasta vopn valdamikilla forréttindahópa í vinnu sinni við að undirskipa okkur sem tilheyrum einum eða fleiri jaðarhópi. Óttinn sem er festur í sessi með misnotkun valds, hræðsluáróðri, illa ígrunduðum ákvörðunum og öðru ofbeldi sem brjóta mannréttindi alls staðar í heiminum á hverjum degi.

,,Vilt þú tala um þetta neikvæða og það sem er að ef ég segi hvað NPA er” sagði fyrrum vinnufélagi minn einn morguninn er leið okkar lá í útvarpsviðtal, ,,annars verð ég örugglega skammaður þegar ég kem heim.”. Það fór um mig hrollur um leið og èg svaraði því játandi. Munurinn á okkur tveimur var sá að ég var laus úr viðjum valdasjúks hefðbundins þjónustukerfis og komin með NPA – lykilinn að frelsinu mínu. Hann var ennþá háður kerfinu. Ég var komin í öruggara skjól til þess að gagnrýna það utan frá. Innan þess áttu allt undir (salernisferðir, kvöldmatinn, sturtuna, heimilið þitt, vinnuna, skólann og allt hitt) og mátt ekki við því að skapa þér óvinsældir því það leiðir til refsinga, beinna og óbeinna. Ég man vel eftir því þegar ég var í þessum sporum, þorði ekki að kvarta undan starfsfólki sem kom illa fram við mig á eigin heimili. Í þau fáu skipti sem ég eða foreldrar mínir hertum upp hugann og kvörtuðum var okkur oftar en ekki refsað. Svo það er ekki um órökstuddan ótta að ræða. Þessi samstarfsfélagi minn er blessunarlega kominn með lykilinn að frelsinu sínu. Ég man ennþá þegar hann hringdi í mig til þess að segja mér það, ég var að sækja litla frænda minn à fótboltaæfingu og ákvað að horfa á hann. Ég fór auðvitað að skæla eins og þegar allt fólkið í kringum mig hefur fengið NPA samning. Sem betur fer var grenjandi rigning svo enginn tók eftir gleðitàrunum í þetta sinn. Þökk sé baráttu okkar við óttann höfum við sum afþakkað kúgandi kerfi og krafist frelsis frá því. Þannig hefur líf okkar og annarra breyst til hins betra.

Malala er ein af þeim manneskjum sem ég hugsa um þegar ég verð hrædd. Hrædd við að fara inn á fund þar sem ég verð eina fatlaða manneskjan í hópi valdamikilla ófatlaðra embættis- og stjórnmálamanna. Hrædd við að ýta á publish takkann á blogginu mínu þegar ég veit èg er að skrifa eitthvað sem mun fara í taugarnar á meginstraumnum. Hrædd við að svara símanum þegar ég sé númerið hjá fèlagsráðgjafanum sem neitaði mér svo oft um NPA samning. Hrædd við að gera eitthvað sem heimurinn er búin að hamast við að segja mér að ég sé ófær um. Hrædd af svo endalaust mörgum ástæðum.

Að vera skotin í höfuðið fyrir að krefjast menntunar fyrir stúlkur og halda samt áfram baráttunni hlýtur að vera ein sú mest ógnvekjandi ákvörðun sem þú getur tekið. Ég efast heldur ekki um að Malala verði ekki oft hrædd. En það er ákvörðun hennar um að láta óttan ekki stjórna sér sem lætur mig hugsa til hennar þegar ég verð hrædd. Það er oftast hún sem er efst í huga mér þegar ég nota óttan til þess að styrkja mig er ég fer inn á ófötluðu embættis- og stjórnmálafundina, ýti á publish á blogginu, svara símtalinu og geri eitthvað sem allir halda að ég geti ekki. Af því ég vil reyna að læra að vera sterkari en óttinn því Malala hefur sýnt það í ólýsanlega hættulegum aðstæðum, sem við hér á okkar vernduðu litlu eyju munum aldrei fyllilega hafa forsendur til að skilja, að það er besti mótleikurinn við þá forréttindahópa sem sem nota vald sitt til þess að skerða frelsi annarra.

Takk Malala, fyrir að vera sterkari en óttinn og taka þannig valdið þitt.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s