Uncategorized

Hvernig eigum við að forgangsraða þér, Illugi?

Síðustu tvö kvöld hefur verið til umfjöllunar í Kastljósi skortur á túlkaþjónustu fyrir döff fólk, m.a. fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur sem báðar hafa þá skerðingu deildu reynslu sinni og opnuðu dyrnar inn í lífið sitt fyrir okkur öllum til þess að benda á það hve alvarlegt það er að vera svipt mannréttindum til tjáskipta. Sýndu þær báðar mikinn styrk, þekkingu og afdráttarleysi sem hvorki er sjálfsagt né einfalt að sýna verandi í jaðarhópi.

Illugi Gunnarsson var til símaviðtals í kvöld í Kastljósi en þar sem hann er staddur erlendis sagðist hann ekki hafa séð viðtalið og gæti ekki svarað skilaboðum systranna (veit greinilega ekki af Sarpinum). Í viðtalinu sagði hann alls konar pólitískar klisjur sem ég hef heyrt 800 sinnum en það sem sat mest (og verst) í mér var að í stað þess að taka sig saman í andlitinu og viðurkenna að ástandið þarf að laga núna og til frambúðar fór hann að tala um forgangsröðun í túlkaþjónustu og að það væri þörf á úrbótum alls staðar, m.a. í skólasamfélaginu þar sem fötluðu börnin væru mörg og dýr. Til þess að gæta sanngirnis sagði hann orðrétt;

„Það þarf að skoða hverjir ganga fyrir? Af því að það verður aldrei þannig að það verður ótæmandi fjármagn í þessu eða nokkru öðru? Þannig að við þurfum að forgangsraða.”

„Við stöndum frammi fyrir þessu víða. Bara t.d. í skólakerfinu þar sem við erum að taka á móti börnum sem eru með margskonar fatlanir og þurfa á aðstoð að halda og sem er alveg hægt að færa rök fyrir að þyrftum að gera betur. Og getum getur gert betur en það kostar allt fjármuni.“

Ódauðlegar tímamótasetningar hér á ferð. Eða þannig.

Í sambandi við forgangsröðun. Hver ætlar að taka sér það vald að ákveða hvaða hópur sem notar táknmál sé mikilvægari en annar? Eða hvort sundæfing, stjórnarfundur í félagasamtökum, námskeið, brúðkaup besta vinar eða keppnisferðalag barna sé mikilvægara til túlkunar?

Í sambandi við að standa frammi fyrir fjárskorti víða, m.a. annars vegna fatlaðra nemenda í skólum. Hvers vegna finnst okkur eðlilegt að láta döff fólk fá samviskubit yfir að „stela peningum“ af fötluðum nemendum eða fatlaða nemendur fá samviskubit gagnvart döff fólki? Hversu lengi ætla stjórnmálamenn að skilja skömmina eftir hjá fólki sem býr við misrétti í stað þess að taka hana á sig (enda í eigu þeirra) og hafa hugmyndaflug í það að það að tryggja mannréttindi sé fjárfesting fyrir hagkerfið en ekki sóun á peningum? Þegar Áslaug verður útskrifaður viðskiptafræðingur frá Bandaríkjunum og hótelstýra og Snædís útskrifaður friðarfræðingur frá Kosta Ríka, hver græðir þá? Nú samfélagið auðvitað. Hagkerfið og heimurinn. Og þær sjálfar eðlilega en það virðist ekki skipta miklu máli.

Og að lokum. Hvernig eigum við að forgangsraða þér, Illugi? Ef þú yrðir döff á morgun? Og Sigmundur Davíð jafnvel líka. Hvor ykkar á að ganga fyrir? Eigum við að ákveða að þið getið fengið túlk á fundum í ráðuneytinu? Eða kannski bara í þingsalnum? En ekki þegar þið fáið ykkur að borða í matsalnum? Ætlar þú að sleppa því að hafa túlk í utanlandsferðum til þess að geta fengið túlk á ríkisstjórnarfundum? Æ, nei, það er nefnilega ekki hægt, því þá er ferðin líklega tilgangslaus. Eða hvað? Ætlarðu bara að nota ipadinn og skrifast á við kollega þína í útlöndum á fundum þar? Hvernig sérðu þú þetta fyrir þér? Líklega hefurðu aldrei reynt að sjá þetta fyrir þér. Ef þú gerðir það myndir þú að öllum líkindum ekki tala svona.

Þú getur miklu betur, Illugi. Miklu betur en að sjá ekki fjárfestinguna í því að tryggja fólki mannréttindi sín.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s