Viltu nýtt starf á nýju ári?

Ég er að leita að nýrri aðstoðarkonu í frábæra aðstoðarkvennahópinn minn frá og með 15. janúar 2020. Um er að ræða vaktavinnu 70-100% vinnu. Starfið getur hentað vel með námi og öðrum verkefnum.

Um hvað snýst starfið?

Ég þarf aðstoð við flestar athafnir í daglegu lífi, er hreyfihömluð og nota hjólastól. Ég er búsett í Hafnarfirði, er doktorsnemi og starfa jafnframt við háskólakennslu. Þá sinni ég jafnframt verkefnum á vettvangi mannréttindamála og feminisma og ferðast talsvert hér heima og erlendis.

Hæfni

Aðstoðarkona þarf að jafnaði að vera á aldrinum 25-45 ára, hafa hreint sakavottorð, bílpróf, tala íslensku eða ensku, vera sveigjanleg og opin fyrir nýrri reynslu. Hún þarf að sýna ábyrgð en ekki forræðishyggju og bera virðingu fyrir starfinu, líkama mínum og heimili. 

Umsóknarfrestur er 06.01.20 og skulu fyrirspurnir og umsóknir berast á freyja@tabu.is. Vinsamlega sendið ferilskrá og lista yfir meðmælendur.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s