Um mig

Ég er menntuð þroskaþjálfi og kynjafræðingur ásamt því að vera með viðbótardiplómu í hagnýtri jafnréttisfræði og stunda doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræði. Ég var framkvæmdastýra NPA miðstöðvar árið 2010-14, hef verið talskona Tabú frá 2014 og starfa nú sem aðjúnkt við HÍ ásamt því að vera sjálfstætt starfandi.

Ég hef mikla reynslu af fræðslustarfi á öllum skólastigum, hjá félagsmiðstöðvum, í frístundarstarfi, hjá sveitarfélögum, innan ólíkra hagsmunasamtaka og í alþjóðlegu starfi. Ég hef jafnframt sinnt einstaklingsráðgjöf við fatlað og langveikt fólk á öllum aldri og aðstandendur, m.a. í tengslum við sálrænar afleiðingar af misrétti og notendastýrða persónulega aðstoð. Meistararannsókn mín í kynjafræði beindist einmitt að reynslu fatlaðra kvenna af margþættri mismunun og má hana finna hér.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s