Björt framtíð · Mannréttindi

Alþingi: Viðbrögð við umræðu um starfshætti lögreglu

Ég var talsvert hugsi yfir viðbrögðum ráðherra og ákveðins þingmanns við umræðu um starfshætti lögreglu og sagði nokkur orð í störfum þingsins: Virðulegi forseti. Ég hef verið svolítið hugsi síðustu tvo daga yfir viðbrögðum háttvirts þingmanns Brynjars Níelssonar og hæstvirts innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur við vangaveltur annarra þingmanna um vinnubrögð og verklag lögreglu í Gálgahraunsmálinu… Continue reading Alþingi: Viðbrögð við umræðu um starfshætti lögreglu

Björt framtíð · Mannréttindi · Meiri sátt

Fyrirspurn á Alþingi: Ekkert um okkur án okkar?

Björt framtíð fór fram m.a. með það í kosningabaráttu sinni að vilja auka samráð milli ólíkra aðila, t.d. stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífsins laungþega, fjármálageirans og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um langtímamarkmið og umbætur á ýmsum sviðum. Mikilvægi þess er okkur augljóst en við teljum að með því megi draga úr tortryggni milli aðila sem myndast… Continue reading Fyrirspurn á Alþingi: Ekkert um okkur án okkar?

Björt framtíð · Mannréttindi · Minna vesen

Að minnka vesen og tryggja mannréttindi

  Vesen, stoðtæki og jöfn búseta barna Ímyndum okkur stúlku. Hún er með líkamlega skerðingu og þarf aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs. Foreldrar hennar eru fráskildir og á hún lögheimili hjá mömmu sinni og ver þar þremur vikum af fjórum í mánuði. Hún notar hjólastól, sérstakan baðbekk, hækkanlegt rúm og önnur stoðtæki sem skapa… Continue reading Að minnka vesen og tryggja mannréttindi

Björt framtíð · Staðalímyndir

,,Ég er Garðbæingur sko!”

Ég var stödd fyrir utan verslun í heimabænum mínum, Garðabæ, að kynna Bjarta framtíð. Er ég býð ungri konu að skoða bæklinginn okkar þýtur hún framhjá en segir hátt og skýrt ,,Uuhh, nei, ég er Garðbæingur sko!” ,,Já, ég líka reyndar” segi ég í hálfum hljóðum. Í hennar huga kom líklega bara eitt til greina… Continue reading ,,Ég er Garðbæingur sko!”

Björt framtíð · Mannréttindi · Meiri sátt · Meiri stöðugleiki · Minna vesen · Minni sóun

Frasinn um stefnuleysi Bjartrar framtíðar

Það er hreint stórkostlegt að hlusta á síendurtekna frasa um að Björt framtíð sé stefnulaus. Ég er búin að gera margar heiðarlegar tilraunir til þess að láta þetta sem vind um eyru þjóta en það virðist vera svo að frasarnir hafi öðlast sjálfstætt stjórnlaust líf og ég kann ekki við það. Ég verð því að… Continue reading Frasinn um stefnuleysi Bjartrar framtíðar

Björt framtíð · Meiri sátt

Þegar stjórnmál niðurlægja

Ég hef ekki haft neina þörf fyrir að eyða orku minni í að gagnrýna frambjóðendur annarra flokka í þessari kosningabaráttu þó ég hafi oft verið ósammála þeim um stefnur og leiðir, fyrir utan að ég tel það ekki leiðina til árangurs í stjórnmálum. Ég get þó ekki orða bundist nú eftir að ég horfði á… Continue reading Þegar stjórnmál niðurlægja

Björt framtíð · Mannréttindi · Meiri fjölbreytni · Meiri sátt · Meiri stöðugleiki · Minna vesen · Minni sóun

Hin undarlegu viðmið um lífsgæði fatlaðra barna

Ég kom inn á heimili vinkonu minnar á mjög venjulegu þriðjudagskvöldi, börnin hennar voru komin í háttinn og við að fara spjalla um allt milli himins og jarðar eins og venjulega þegar við hittumst. Ég hafði verið mjög þreytt eftir krefjandi daga í vinnunni þar sem baráttan er mikil og á stundum yfirþyrmandi, ég sá… Continue reading Hin undarlegu viðmið um lífsgæði fatlaðra barna