Fötlunarfeminískur stuðningur og ráðgjöf

Ég býð upp á einstaklingsráðgjöf og stuðning fyrir fatlað og/eða langveikt fólk (börn og fullorðna) sem byggir á feminískum fræðum og hugmyndum jafningastuðnings.

Ráðgjöf og stuðningur sem byggir á feminískum fræðum snýst um að styðja fólk sem hefur upplifað erfiðleika og vanlíðan í tengslum við misrétti, stimplun, útilokun og annars konar ofbeldi og jaðarsetningu, við að skoða og vinna úr reynslunni sinni með valdeflandi hætti.

Jafningjastuðningur snýst um að manneskja sem býr yfir ákveðnum reynsluheimi, t.d. fötlun, styðji aðrar manneskjur í sambærilegri stöðu. Um er að ræða jafningjasamtal sem gefur kost á að spegla reynslu sína, fá upplýsingar og styrk sem felst í að skoða hvað það er í umhverfinu sem hindrar fulla þátttöku í samfélaginu, upplifun á öryggi og almenna vellíðan. Alþjóðleg baráttuhreyfing fatlaðs fólks hefur nýtt jafningjastuðning í miklum mæli til þess að sameina krafta fatlaðs fólks, valdeflast og vinna gegn misrétti.

Það sem sameinar feminíska ráðgjöf og jafningjastuðning er að markmiðið með ráðgjöfinni/stuðningnum er ekki að einblýna á einstaklingsbundinn vandamál eða eitthvað í fari viðkomandi sem er talið þurfa að laga heldur hvernig breyta má umhverfinu, bæði nær og fjær, og fjarlægja/draga úr hindrunum sem hafa áhrif á lífið. Þannig neitum við að taka ábyrgð á því misrétti sem við höfum verið beitt og vonandi, með tímanum, getum skilað skömminni þangað sem hún á heima. Einnig er áhersla lögð á það að manneskjan sem kemur í ráðgjöf er sú sem stjórnar ferðinni og setur markmiðin með samstarfinu.

Hópur fatlaðs og langveiks fólks er mjög fjölbreyttur. Sum erum við með sýnilegar skerðingar/sjúkdóma – önnur ekki. Hvoru tveggja og allt þar á milli er viðurkennt. Sum okkar tilheyra fleiri jaðarsettum hópum, eru t.d. konur, hinsegin, svört, brún, af erlendum uppruna og á flótta. Við erum líka af ólíkum kynjum. Öll eru velkomin og pláss er fyrir margskonar reynslu af misrétti til þess að ræða og vinna úr. Ráðgjöfin getur farið fram á íslensku og ensku.

Ráðgjöfin getur farið fram í persónu, í gegnum öruggt samskiptaforrit á netinu og í síma.

Hægt er að hætta í ráðgjöfinni á hvaða tímapunkti sem er.

Verð

Almennt verð fyrir staka ráðgjafatíma 7.000 kr.

Ef tímarnir verða fleiri en tveir lækkar almennt verð niður í 6.000 kr.

Í ljósi þess að margt fatlað og langveikt fólk býr við efnahagslegan ójöfnuð legg ég áherslu á að öll geti sótt ráðgjöfina óháð efnahag. Því er almennt verð samkomulagsatriði og getur fallið niður ef svo ber undir.

Bæði almenni og breytilegi taxtinn eru í gildi til 1. ágúst 2020 og verður þá tekinn til endurskoðunar.

Hafa samband

Hafir þú spurningar um ráðgjöfina eða viljir bóka tíma er hægt að senda póst á radgjofogfraedsla@gmail.com.