Fræðsla

Ég er menntuð þroskaþjálfi og kynjafræðingur ásamt því að vera með viðbótardiplómu í hagnýtri jafnréttisfræði og stunda doktorsnám í uppeldis- og menntunarfræði. Ég var framkvæmdastýra NPA miðstöðvar árið 2010-14, hef verið talskona Tabú frá 2014 og starfa nú sem aðjúnkt við HÍ ásamt því að vera sjálfstætt starfandi.

Ég hef mikla reynslu af fræðslustarfi á öllum skólastigum, hjá félagsmiðstöðvum, í frístundarstarfi, hjá sveitarfélögum, innan ólíkra hagsmunasamtaka og í alþjóðlegu starfi og tek að mér styttri fræðslur sem og lengri námskeið fyrir börn og fullorðna.

Sérsvið mitt liggur víða, m.a.:

  • Ableismi og fötlunarfordómar
  • Sálrænar afleiðingar af mismunun fyrir jaðarsetta hópa, einkum fatlað fólk
  • Margþætt mismunun
  • Valdefling og forvarnir gegn ofbeldi
  • Áhrif forréttinda á fagmennsku
  • Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf og notendastýrð persónuleg aðstoð.

Hafir þú eða vinnustaður þinn áhuga á fræðslu eða námskeiði hvet ég þig til þess að hafa samband við mig á radgjofogfraedsla@gmail.com.